Skógar Evrópu og þær atvinnugreinar sem á skógunum byggjast hafa margvíslega þýðingu fyrir efnahag álfunnar og stuðla bæði að góðum lífskjörum og sjálfbærni, skapa störf og virðisauka. Þetta segir Evrópuþingmaðurinn Elisabeth Köstinger í grein sem hún skrifar í veftímaritið The Parliament Magazine. Hún stýrði gerð skýrslu um nýja skógarstefnu eða -áætlun sambandsins. Áhersla er lögð á að skrifræði megi ekki verða skógargeiranum fjötur um fót með nýrri skógarstefnu.
Skógrækt ríkisins fær 35 milljónir króna af því 850 milljóna króna framlagi sem ríkisstjórnin hefur samþykkt að veita til brýnna úrbóta á ferðamannastöðum í umsjá eða eigu ríkisins. Stærstu verkefnin á svæðum Skógræktarinnar verða unnin í Vaglaskógi, á Laugarvatni, við Hjálparfoss og á Þórsmörk.
Skipulagsstofnun hefur fallist á að verða við beiðni um endurupptöku á fyrri úrskurði og heimilað að leiðin um Teigsskóg verði tekin með í nýju umhverfismati Vestfjarðavegar um Reykhólahrepp ásamt fleiri valkostum. Miklu minna rask verður á skóginum með breyttri veglínu frá fyrri hugmyndum. Frá þessu segir á vef Vegagerðarinnar í dag.
i-Tree er samheiti yfir forvitnilegan opinn hugbúnað frá bandarísku alríkisskógræktinni, USDA Forest Service, sem ætlað er að auðvelda greiningu á trjám og skóglendi í þéttbýli, mat á verðmætium þeirra gæða sem trén veita og leiðsögn um skipulag og umhirðu trjágróðurs í þéttbýli.
Í haust var gengið frá endurnýjun samstarfssamnings um að þróa skógartengt skólastarf og tengja samfélagið viðþjóðskóginn í Þjórsárdal. Markmiðið er að finna fjölbreytt verkefni í skólastarfi og fá foreldrana og aðra íbúa í sveitinni til að líta á skóginn sem hluta af náttúru, menningu og námsumhverfi í heimabyggð sinni. Á komandi hausti verður unnið áfram með áhugaverð og hagnýtverkefni, bæði í skólanum og með áhugasömum foreldrum.