Víða á Vestfjörðum eru að vaxa upp fallegir skógar og nú er svo komið að sumir þeirra þurfa umhirðu við. Dæmi um slíkan skóg er á Kvígindisfelli við Tálknafjörð. Þar hittust skógræktarráðgjafar af Vestfjörðum og Vesturlandi miðvikudaginn 20. september til að meta umhirðuþörf skógarins. 
Öll löndin átta sem standa að skipulagningu heimsráðstefnu IUFRO hafa skipulagt skoðunarferðir fyrir eða eftir ráðstefnuna. Tvær ferðir eru skipulagðar um Íslands en einnig eru í boði ferðir um Skandinavíu og Eystrasaltsríkin.
Kári Freyr Lefever, skógræktarráðgjafi hjá Skógræktinni, ver meistararitgerð sína í skógfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands miðvikudaginn 20. september kl. 14. Í verkefni sínu fjallar hann um möguleika og áskoranir við ræktun deglis í skógrækt á Íslandi. Vörnin er opin öllum í streymi.
Skógræktarfélag Íslands og norsku skógræktarsamtökin Det norske Skogselskap gáfu nýverið út veglega bók um skiptiferðir skógræktarfólks milli landanna tveggja.
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ákveðið að skipa Ágúst Sigurðsson sem forstöðumann Lands og skógar. Nýr forstöðumaður mun vinna ásamt núverandi forstöðumönnum Skógræktarinnar og Landgræðslunnar og starfsfólki að undirbúningi sameiningar stofnananna sem gengur í gildi um áramótin.