Skógardagurinn mikli var haldinn í 13. sinn á Hallormsstað á laugardaginn var. Í þetta sinn komu milli sex og sjö hundruð manns í skóginn. Það er nokkru færra en venjulega enda fremur svalt í veðri þennan dag og úrkomu­samt um morguninn þótt úr rættist þegar dagskráin hófst eftir hádegið. Sigfús Jörgen Oddsson varð Íslandsmeistari í skógarhöggi og í skógarhlaupinu sigruðu þau Elva Rún Klausen og Birkir Einar Gunnlaugsson.
Ný rafræn timburmiðlun á vefnum gerir finnskum skógareigendum nú kleift að færa alla verslun með timbur úr skógum sínum í einn farveg. Gert er ráð fyrir að þegar Finnar flykkjast í sumarfrí í júlímánuði hafi ein milljón rúmmetra af timbri verið seld með þessum hætti þótt vart verði tveir mánuðir liðnir frá því að þjónustan hófst.
Skógræktin auglýsir laust til umsóknar starf mannauðsstjóra á aðalskrifstofu stofnunarinnar á Egilsstöðum. Starfið heyrir undir rekstrarsvið Skógræktarinnar.
Skógræktin leitar að framtíðarstarfsmanni á samhæfingarsviði til að starfa að skipulagsmálum skógræktar. Leitað er að öflugum einstaklingi sem hefur menntun og reynslu á sviði skógræktar, þekkingu á skipulagsmálum og er tilbúinn að takast á við krefjandi verkefni tengd skipulagsmálum í skógrækt.
Orkuveita Reykjavíkur og Skógræktarfélag Reykjavíkur hafa gert með sér samkomulag sem ætlað er að efla vatnsvernd og öryggi útivistarfólks í landi OR í Heiðmörk. Markmið samningsins er að standa vörð um vatnból og vatnsverndarsvæðin í Heiðmörk, bæta útivist og skilgreina betur stíga og slóða fyrir umferð um svæðið.