Úttekt á kvæmatilraunum með sitkagreni og eldri úttektir gerðar upp

 

Markmið verkefnisins er að gera úttekt á kvæmatilraunum með sitkagreni og gera upp eldri úttektir

2019: Mai Lynn Duong, meistaranemi við Háskóla Íslands, vann úr gögnunum og mun nýta a.m.k. hluta þeirra í sína ritgerð. Kynning á helsut niðurstöðum var á Fagráðstefnu skógræktar 2019. Einnig er kynning á helstu niðurstöðum í Ársriti Skógræktarinnar 2018

2020: Niðurstöður mælinganna hafa nú þegar nýst til að velja kynbótaklóna fyrir sitkabastarð. Stikklingum var safnað vorið 2020 af um 60 vænlegum sitkabastarðsklónum og þeim komið fyrir í rætingu hjá Sólskógum. Ef ræting tekst, þá verða plönturnar ræktaðar áfram og gróðursettar í frægarð þegar þær hafa náð fullnægjandi stærð. Ef ræting mistekst verður klónunum fjölgað með ágræðslu á næstu árum. Vonir standa til að Mai Lynn Duong ljúki uppgjöri og skrifum 2020.

 

Rannsóknarsvið

Erfðaauðlindir

Tengiliður Skógræktarinnar

Brynjar Skúlason

Starfsmenn Skógræktarinnar

Hrafn Óskarsson