Alnus glutinosa

Hæð: Miðlungsstórt tré, ætti að geta náð a.m.k. 15 m hérlendis

Vaxtarlag: Beinvaxið tré með keilulaga krónu

Vaxtarhraði: Hraðvaxnara en gráelri en vex þó hægt í mólendi

Landshluti: Sunnanvert landið

Sérkröfur: Sambúð við geislasvepp af ættkvíslinni Frankia, ljóselsk tegund

Styrkleikar: Niturbindandi, vex hratt, hugsanlega timburtré

Veikleikar: Fremur lítil reynsla enn sem komið er, haustkal, mikil afföll

Athugasemdir: Svartelri er víða í görðum en hefur ekki verið notað í skógrækt. Ekki hefur fundist nægilega vel aðlagað kvæmi svartelris, en ekki hefur verið mikið leitað.