Markaður fyrir iðnvið hér á landi, arðsemi skógræktar og hvað þurfi til að fjárfestar leggi í stórfellda skóggræðslu er efni erindis sem Þorbergur Hjalti Jónsson, sérfræðingur á Mógilsá, flytur á fræðslufundi Skógræktarfélags Kópavogs 30. janúar kl. 20.
Viðarmagnsspá Skógræktarinnar frá 2015 sýnir að nú þegar væri hægt að afhenda í það minnsta 2.000 rúmmetra af grisjunarviði á ári úr skógum á Austurlandi til kísilvers PCC á Bakka við Húsavík. Magnið fer mjög vaxandi á næstu árum og um miðjan næsta áratug væru tiltækir um 10.000 rúm­metrar á ári fyrir austan. Til viðbótar er talsvert magn tiltækt nú þegar á Norðurlandi sem einnig fer hratt vaxandi.
Tveir sjálfboðaliðar sem störfuðu við landbætur og stígagerð á Þórsmörk og nágrenni síðasta sumar hafa sent frá sér skemmtilegt myndband sem gefur innsýn í það mikilvæga starf að vernda náttúru svæðisins og útbúa vandaða aðstöðu til gönguferða. Nú er auglýst eftir sjálfboðaliðum fyrir komandi sumar og rennur umsóknarfrestur út í janúarlok.
„Landbótahagkerfi“ er nýtt hagkerfi sem nú er í mótun í beinu samhengi við þær aðgerðir sem grípa þarf til svo koma megi í veg fyrir að loftslagsbreytingar af manna völdum fari úr böndunum. Nýjar rannsóknir sýna að spennandi fjárfestingartækifæri felast í verkefnum á sviði landbóta. Á sviði landnotkunar sé skógrækt öflugasta leiðin til kolefnisbindingar.
Út er komin hjá Landgræðslunni skýrsla um hagkvæmni þess að nýta lífrænan úrgang til landgræðslu. Í skýrslunni er bent á margþættan ávinning af betri nýtingu lífræns úrgangs. Mengun minnki, meira land verði grætt upp, sóun fosfórs verði minni og minni tilbúinn áburður fluttur inn sem hafi gjaldeyrissparandi áhrif á samfélagið allt.