Í Gagnavefsjá Skógræktarinnar getur starfsfólk Skógræktarinnar nálgast öll helstu landupplýsingagögn stofnunarinnar á einum stað. Gögnin eru einungis til skoðunar og því ekki hægt að breyta þeim í vefsjánni. Það getur því enginn eyðilagt neitt í Gagnavefsjánni.

Þetta er gott verkfæri til að fá yfirsýn yfir þau gögn sem eru til staðar á borð við framkvæmdir og áætlanir af ýmsu tagi. Einnig til að sjá hvað vantar upp á í skráningum. Hægt er að skoða Gagnavefsjána í tölvum, símum og spjaldtölvum. Tilvalið er að opna Gagnavefsjána í símanum og skoða gögnin á þeim stað sem fólk er statt þá stundina því vefsjáin býður upp á þann möguleika að sýna staðsetningu símtækisins. Síma- og gagnasamband þarf þó að vera á staðnum til að vefsjáin virki.

Þessi Gagnavefsjá er fyrir allt starfsfólk Skógræktarinnar og nú er tækifæri fyrir þau ykkar sem ekki hafa aðgang að landupplýsingaforritum að skoða gögnin. Það eina sem þarf er vafri og aðgangsupplýsingar að kerfinu.

Til að komast inn í Gagnavefsjána þarf að skrá sig inn með notendanafni og lykilorði.

Þegar þið opnið vafrann eru engin gögn sýnileg. Þið þurfið að smella á hnappinn efst í hægra horninu til að kveikja á þekjum (sjá táknmynd hér til hægri). Ef þekjur eru gráar á lit þarf að þysja nær til að þær verði virkar.