Skógrækt ríkisins auglýsir laust til umsóknar starf aðstoðarskógarvarðar á Norðurlandi með aðsetur á Vöglum í Fnjóskadal. Þetta er fullt starf og heyrir undir þjóðskógasvið Skógræktar ríkisins. Það felst einkum í skipulagningu og framkvæmd verkefna í þjóðskógunum á Norðurlandi. 
Bandaríska fréttatímaritið Newsweek fjallar í nýjasta tölublaði sínu um skógrækt á Íslandi og hvernig loftslagsbreytingar hjálpa til við útbreiðslu skóglendis á landinu. Það sé sérstakt á þessari breiddargráðu því víðast hvar á norðlægum slóðum hafi menn meiri áhyggjur af því að skógarnir líði fyrir ýmis vandamál sem fylgi hlýnandi loftslagi og færslu trjátegunda til norðurs.
Styrkur frá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum gerði kleift að halda úti vinnuhóipum fjarri aðalbækistöðvum sjálfboðaliða í Þórsmörk í sumar og vinna þar að mikilvægum endurbótum.. Styrkurinn var formlega afhentur fulltrúa Skógræktar ríkisins og Þórsmörk Trail Volunteers í 20. ára afmælishófi Íslenskra fjallaleiðsögumanna nýverið.
Váleg tíðindi berast nú af lerkiskógum í Wales. Frá og með 2. nóvember verður útsýnisveginum Cwmcarn Forest Drive road í Wales lokað vegna illvígs sjúkdóms sem þar herjar á lerki. Um 78% trjánna með fram veginum hafa sýkst af hættulegum þörungasveppi, Phytophthora ramorum, (larch disease). Fella verður trén.
Toppsproti á stöku furutré í þjóðskóginum á Höfða vakti sérstaka athygli á dögunum þegar Héraðs- og Austurlandsskógar héldu þar námskeið í umhirðu ungskóga. Reyndist árssprotinn 2014 vera 105 cm langur sem er að öllum líkindum met hjá stafafuru hérlendis.