Þröstur Eysteinsson, sviðsstjóri þjóðskóganna, fjallar um kvæmatilraun með risalerki. Vegna tegundafátæktar, smæðar og vaxtarlags innlendra trjáa hefur leit að nothæfum tegundum erlendis frá verið þáttur í íslenskri skógrækt frá upphafi. Að baki hverri trjátegund sem hér er...
Sérfræðingar Mógilsár og Landgræðslunnar fóru í stutta vettvangsferð í Þjórsárdal til að athuga með hentug svæði vegna tilrauna með varnarefni gegn ertuyglu.
Skógrækt ríkisins tók þátt í Vísindavöku Rannís á dögunum. Mikill fjöldi fólks heimsótti bás Skógræktar ríkisins og mesta athygli vakti hversu miklar breytingar gætu orðið á gróðurfari landsins ef spár um 2,7°C hlýnun í lok aldarinnar ganga eftir.
Sumarið 2010 var borkjörnum safnað úr tuttugu ungum birkitrjám í Bolholti á Rangárvöllum. Helstu niðurstöður sýna að hlýnandi veðurfar síðustu ára hefur aukið vöxtinn umtalsvert í birkinu.
Vaxandi áhugi er á því erlendis að nota viðarkolaafurð sem nefnd er „biochar“ á ensku og nefnd hefur verið lífkol á íslensku til þess að bæta jarðveg og auka vöxt nytjaplantna.