Ný grein er komin út í alþjóðlega vísindaritinu Icelandic Agricultural Sciences. Þetta er sjötta greinin sem kemur út í hefti 30/2017. Könnuð voru möguleg áhrif útbreiðslu lúpínu á samfélög frjóbera á Íslandi.
Vel gengur að sækja torgtré í skógana í Skorradal og í Vaglaskógi eru komnar góðar birgðir af birki til eldiviðarvinnslu. Í öllum landshlutum hefur hagstætt haustið auðveldað mjög vinnu í skógunum. Ekkert hefur snjóað enn á Vöglum og þar hafa danskir skógtækninemar í starfsnámi fengið dýrmæta reynslu í grisjun bæði birki- og furuskógar.
„Mikill hiti getur borist frá kamínu og víða í Evrópu notar fólk kamínuna sem helstu leiðina til að kynda hjá sér húsin, en á íslenskum heimilum með hitaveitukyndingu og góða einangrun getur orðið allt of heitt þegar byrjar að loga í kamínunni, ef hún er af rangri stærð eða gerð.“ Þetta segir Jón Eldon Logason sem gefur góð ráð um arna og kamínur í spjalli við Morgunblaðið.
Skógræktarfélag Garðabæjar býður á mánudagskvöld til myndasýningar frá ferð Skógræktarfélags Íslands um Alberta og Bresku-Kólumbíu í Kanada í september 2017. 
Óvíða hefur tekist jafnvel til við umhverfisbætur en í Þórsmörk segir Hreinn Óskarsson, sviðstjóri hjá Skógræktinni, í frétt sem birtist á baksíðu Morgunblaðsins í dag. Þar er fjallað um sjálfboðastarf við stígagerð og landbætur sem unnið er árlega í Þórsmörk og á nágrannasvæðum. Komið hefur verið upp merkjakerfi sem eykur öryggi ferðafólks ef óhöpp verða og flýtir fyrir björgun.