Sæll   Datt í hug af því einhverntímann var byrjað á fréttum um fyrr og nú. Hér er frétt með myndum úr Langadal. (þarf að leiðrétta myndtexta úr Húsadal í Langadal)
Brennsla viðarköggla úr hraðvaxta lauftrjám af sænskum ökrum vinnur gegn hlýnun jarð­ar. Öðru máli gegnir ef toppar og grein­ar eru notaðar til brennslunnar. Hvort tveggja er þó betra fyrir lofthjúpinn en jarð­kol. Þetta eru niðurstöður doktorsritgerðar sem unnin var við sænska landbúnaðar­háskól­ann SLU.
Skógræktin fær rúmar tuttugu milljónir króna úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða á þessu ári til verkefna á fjórum svæðum í umsjá stofnunarinnar. Hæsti styrkurinn, 15 milljónir króna, rennur til stígagerðar og stígaviðhalds á Þórsmerkursvæðinu en einnig rennur fé til verkefna við Hjálparfoss, Laxfoss og á Kirkjubæjarklaustri.. 
Skógur er besta fjárfestingin sem í boði er á breskum fjármálamarkaði um þessar mundir að mati breska blaðsins Financial Times. Timbursala getur gefið mikið í aðra hönd úr skógi sem kostar álíka mikið og lítil íbúð í Lundúnum. Meðan stöðnun ríkir og jafnvel hnignun á helstu fjárfestingarsviðum í Bretlandi bendir margt til þess að mikil arðsemi sé af skógi og hún muni vaxa á komandi árum.
Heimsfrægir fjallgöngugarpar verða gestir á sérstöku Háfjallakvöldi Ferðafélags Íslands sem haldið verður í Hörpu, sunnudagskvöldið 12. mars. Tilefnið er 90 ára afmæli FÍ á árinu. Allur ágóði rennur til göngustígagerðar á vegum Vina Þórsmerkur.