Skógarsvið norræna genabankans NordGen auglýsir nú lausa til umsóknar námstyrki fyrir háskólanema á sviðum sem tengjast skógrækt, endurnýjun skóga, fræframleiðslu, plöntuuppeldi og þess háttar. Umsóknarfrestur er til 15. febrúar.
Í nýju tölublaði fréttabréfs danska útikennslusambandsins Skoven i Skolen er fjallað um árekstra aukinnar viðveruskyldu og kennslustundafjölda kennara við skipulagningu sveigjanlegs skólastarfs á borð við útikennslu. Sagt er frá væntanlegri fræðslumynd um útiskóla, hvernig nota má köngla við stærðfræðikennslu og margt fleira.
Árið 2014 var hagstætt gróðri á Hekluskógasvæðinu enda nokkuð hlýtt og rakt. Þetta kemur fram í nýrri frétt á vefsíðu Hekluskóga. Verkefnið heldur áfram af fullum krafti á nýju ári og er reiknað með að gróðursettar verði um 250 þúsund birkiplöntur í sumar. Árangur verkefnisins er víða mjög góður og sjást nú birkireitir spretta upp þar sem fyrir 10-20 árum var örfoka land.
Fagráðstefna skógræktar 2015 verður haldin í Borganesi dagana 11. og 12. mars. Fyrri dagurinn verður þemadagur, haldinn samstarfi við NordGen undir yfirskriftinni Aukin framleiðni skóga á jaðarsvæðum með trjákynbótum. Seinni daginn verður fjallað um ýmis skógræktarmál og sýnd veggspjöld. Undirbúningsnefndin auglýsir nú eftir erindum og veggspjöldum fyrir síðari dag ráðstefnunnar
Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands auglýsir nú á vef sínum ýmis áhugaverð námskeið sem haldin verða á næstu vikum fyrir trjáræktarfólk og áhugafólk um viðarnytjar og handverk. Fólk getur lært að fella tré og grisja skóg með keðjusög, klippa tré og runna, smíða húsgögn og smærri nytjahluti.