Nokkrir myndarlegir skógarskólar eru reknir í skógum Berlínarborgar enda yfir 40% borgarlandsins vaxin skógi. Í skólunum fer fram fjölbreytilegt starf og flestallir grunnskólanemendur koma í skógana til að læra um náttúruna, vistkerfið, hringrásir lífsins, skógarnytjar og fleira. Af einhverjum ástæðum koma fáir hópar úr efstu bekkjum grunnskólans.
Rætt var við Halldór Sverrisson, sérfræðing hjá Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá, í þættinum Sjónmáli á Rás 1 þriðjudagsmorguninn 10. júní. Tilefnið var meðal annars útkoma nýju bókarinnar um skaðvalda á trjágróðri, Heilbrigði trjágróðurs. Meðal annars er rætt um fiðrildalirfurnar sem eru atkvæðamestar á trjánum snemmsumars.
Um þessar mundir er því fagnað að sjötíu ár eru liðin frá því að farið var að beita birninum Smokey í baráttunni við skógarelda. Nú orðið berst Smokey gegn öllum náttúrueldum. Tvö ný myndbönd hafa verið gerð í tilefni afmælisins. Íslendingar þurfa líka að huga að þessari hættu og nú er starfandi stýrihópur um brunavarnir í skógrækt.
Guðmundur Aðalsteinsson, skógarbóndi í Hróarstungu á Héraði, hefur einbeitt sér að ræktun ánamaðka, lætur þá éta pappír og breyta í áburð. Hann hefur áhyggjur af því að ánamaðkur sé að hverfa úr íslenskum túnum. Ríkisútvarpið sagði frá þessu í fréttum Sjónvarps.
Í Morgunblaðinu í dag, 5. júní, er áfram fjallað um gömul tré með vísun í 106 ára gamlan silfurreyni við Grettisgötu í Reykjavík sem til stendur að fella vegna byggingaframkvæmda. Agnes Bragadóttir skrifar fréttaskýringu þar sem meðal annars er rætt við Brynjólf Jónsson, framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Íslands. Hann segir að allt yrði brjálað í Berlín ef til stæði að fella svona tré þar.