Nytjaskógur bindur umtalsvert meira kolefni ef áburði er dreift áratug áður en skógurinn er felldur. Skógar í Noregi sem henta til slíkrar áburðargjafar gætu bundið aukalega kolefni sem nemur útblæstri 90-170 þúsund fólksbíla á hverju ári. Nauðsynlegt yrði að styrkja skógareigendur um 30% kostnaðarins til að tryggja að þessi binding næðist.
Ástin vex á trjánum fullyrti skáldið og í framhaldi af því spurðu Bergsson og Blöndal í þætti sínum laugardaginn 24. maí: Hvað vex fleira á íslenskum trjám og hvað þarf mörg tré til að búa til einn skóg? Hlustendur völdu fallegustu skóga landsins og varð Vaglaskógur hlutskarpastur.
Á þessu blíða vori flykkjast garðeigendur út til að snyrta, hlúa að gróðri og jafnvel bæta nýjum plöntum í garðinn. Þá er upplagt að sækja sér innblástur, hugmyndir og fróðleik þar sem hann er að finna. Yndisgróður er þekkingarbrunnur fyrir trjáræktendur sem vert er að sækja í.
Í Morgunglugganum, morgunþætti Rásar 1, var rætt við Valgerði Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Norðurlandsskóga, sem sér líka um fræmiðstöð Skógræktar ríkisins á Vöglum í Fnjóskadal.
Starfsmenn Rannsóknastöðvarinnar á Mógilsá líkjast helst kálfum að vori þegar þeir sleppa út og geta hafið vettvangsvinnu í hinum ýmsu rannsóknar-  og úttektarverkefnum. Verkefnið Íslensk skógarúttekt (ÍSÚ) er eitt viðamesta verkefni Rannsóknastöðvar skógræktar á Mógilsá og nú eru útiverkin hafin við verkefnið þetta vorið.