Kristján Már Magnússon kynnir grisjunarvél sína á skógardegi í Vaglaskógi sumarið 2014. Vélin verður…
Kristján Már Magnússon kynnir grisjunarvél sína á skógardegi í Vaglaskógi sumarið 2014. Vélin verður einnig sýnd þar að verki á Skógardegi Norðurlands 11. júlí í sumar. Mynd: Pétur Halldórsson.

Gönguferðir, viðarvinnsla, grisjunarvél, leikir, skúlptúrar, veitingar og fleira

Skógardagur Norðurlands 2015 verður haldinn laugardaginn 11. júlí í Vaglaskógi. Dagskráin hefst klukkan 13 og stendur til kl. 17.

Vaglaskógur er sögufrægasti skógur Norðurlands og þar er alltaf gaman að koma, sumar sem vetur. Skógardagur Norðurlands var haldinn í fyrsta sinn í fyrrasumar í Kjarnaskógi en nú er komið að Vaglaskógi og mega gestir eiga von á skemmtilegri dagskrá með fróðleik, sýningum, leikjum og góðgæti. Skipulag dagskrárinnar er að komast á lokastig en hún verður í grófum dráttum á þessa leið:

  • Gönguferðir um trjásafnið og fræhúsið
  • Helstu viðarvinnslutæki til sýnis
  • Grisjunarvél sýnd að verki
  • Ketilkaffi, lummur, popp og pinnabrauð í boði
  • Leikir, bogfimi, skúlptúrar, handverk og fleira

Skógardagur Norðurlands er samvinnuverkefni Skógræktar ríkisins, Norðurlandsskóga, Félags skógarbænda á Norðurlandi, Skógræktarfélags Eyfirðinga, Skógræktarfélags Suður-Þingeyinga, Skógfræðingafélags Íslands, Sólskóga ehf. og Jötunns véla ehf.