Mynd: Hreinn Óskarsson
Mynd: Hreinn Óskarsson

Sveppir eru nú þegar farnir að sjást í þjóðskógunum um allt land. Bestu vaxtarskilyrði sveppa eru í hlýju og raka. Búast má við sérstaklega miklum sveppavexti eftir rigningar í ágúst og því er gott að fara að huga að sveppatínslu.

Áhugi á sveppatínslu fer sífellt vaxandi, auk þess sem sveppategundum hér á landi fjölgar og útbreiðsla þeirra eykst. Í skógum víða um land er nú að finna fjölda sveppa frá miðju sumri og fram á haust. Við sveppatínslu er að mörgu að hyggja. Þó það sé bæði skemmtilegt og nytsamlegt að tína sveppi til matar, þá er nauðsynlegt að læra að þekkja þá sveppi sem ætir eru, matsveppina. Einnig þarf að huga að ýmsu hvað varðar hreinsun og geymslu sveppanna svo þeir njóti sín sem best við matargerð.

Skógræktin hefur tekið saman stuttan leiðbeiningarbækling sem áhugafólk um sveppatínslu getur stuðst við. Honum er hlaðið niður og hann er svo hægt að prenta út og taka með sér í sveppaferðir.

Þess má geta að fyrra kom í fyrsta sinn í allnokkur út íslensk bók um sveppatínslu, Matsveppir í náttúru Íslands eftir Margréti Ásgrímsdóttur, en fyrri bækur hafa lengi verið uppseldar. Einnig vill Skógrækt ríkisins benda á að Náttúrufræðistofnun Íslands hefur skráð margar tegundir sveppa og mögulegt er að skoða útbreiðslu þeirra á Plöntuvefsjá stofnunarinnar.

Mynd: Hreinn Óskarsson