Í landi Landbúnaðarháskólans að Reykjum í Ölfusi hefur jarðhiti valdið því að fjöldi sitkagrenitrjáa hafa misst rótfestuna að undanförnu. Jarðhiti jókst við skólann í kjölfar jarðskjálftans í vor og gróður spilltist og hverir opnuðust á nýjum stöðum. Í haust kom í ljós að jarðvegshiti hefur aukist það mikið í rúmlega fertugum sitkagreniskógi að trén eru að missa rótfestuna. Skammt undir jarðvegsyfirborðinu er hitinn orðinn um 40-50°C eða nægur til að drepa rætur. Tugir um 10 m hárra trjáa með skemmd rótakerfi hafa skekkst eða fallið í hvassviðrinu að undanförnu, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

frett_28102008_11

Myndir og texti: Úlfur Óskarsson