Undanfarna daga hefur hópur skógarhöggsmanna sótt grisjunarnámskeið á vegum Skógræktar ríkisins. Um er að ræða tvö fjögurra daga námskeið, það fyrra haldið í Hvammi í Skorradal í síðustu viku og það seinna stendur nú yfir á Hallormsstað. Leiðbeinandi er Norðmaðurinn Tom Rune Engen frá Norsk Kursinsitutt.

Þór Þorfinnsson, skógarvörður á Hallormsstað, segir að nauðsynlegt hafi verið halda grisjunarnámskeið. „Grisjun skóga á Íslandi hefur aukist mikið á síðstu tveimur árum. Hún hefur margfaldast og þörfin mun vaxa gríðarlega á næstu árum, bæði í Þjóðskógunum og þeim skógum sem landshlutaverkefnin hafa alið af sér. Það var því orðin mikil þörf á að halda svona námskeið fyrir starfsmenn stofnunarinnar, verktaka og aðra sem vinna að grisjunum.”

Skógarhöggsmennirnir tólf sem nú sækja námskeiðið á Hallormsstað hafa verið mjög heppnir með veður. Hér má sjá nokkrar svipmyndir sem teknar voru í rjómablíðu á Hallormsstað í gær.

frett_14042010_11

frett_14042010_12

frett_14042010_14

frett_14042010_13

Myndir og texti: Esther Ösp Gunnarsdótttir, kynningarstjóri Skógræktar ríkisins