Fimmtudaginn 19. september kl. 14:00 heldur Dr. Tom Levanic opinn fyrirlestur á Rannsóknastöð skógræktar ? Mógilsá með eftirfarandi heiti:

"Slovenia and Slovenian forestry"

Erindið mun fjalla um Slóveníu, með áherslu á skóga, skógrækt og nýtingu skóga.

Tom Levanic er aðstoðarprófessor í viðarfræðum og viðartækni við háskólann í Ljubljana, en er jafnframt deildarstjóri við skógfræðistofnun Slóveníu (?Slovenian Forestry Institute?).

Hann er staddur hér á landi vegna samstarfs við Dr. Ólaf Eggertsson, sérfræðing á Mógilsá, um verkefnið ?Landnám og framvinda í náttúrulegum gróðurumhverfum á Íslandi eftir beitarvernd - forrannsókn unnin með aðferð árhringjafræða?(The colonisation and succession of natural vegetation in Iceland after protection from grazing- a pioneer study using the methods of dendrochronology). Það verkefni er unnið með styrk frá NATO. Hann mun dveljast hér á landi í tíu daga.

Nánari upplýsingar um skóga Slóveníu er að finna á vef FAO.