Gerður hefur verið staðlaður og samræmdur landfræðilegur gagnagrunnur fyrir ræktað skóglendi á Íslandi. Gagnagrunnurinn er afrakstur vinnu við gerð fitjuskráar í skógrækt sem fram hefur farið síðastliðin ár. Fitja (e. feature) lýsir raunverulegu fyrirbæri í landfræðilegum gagnagrunni. Fitjuskrá er samansafn af fitjum þar sem sýnt er hvernig þær skulu settar upp í gagnagrunni, þar er m.a. sýnt hvernig dálkar og kóðar skulu stafsettir. Gögn þeirra sem skrá upplýsingar um gróðursetningar trjáplantna hafa verið stöðluð í samræmi við fitjuskrána. Ávinningurinn er margþættur, með stöðluðum og samræmdum skráningum er hægt að setja saman gögn úr ýmsum áttum og fá þannig upplýsingar um skógrækt á landsvísu eða innan landshluta þvert á skógræktarverkefni.


Fjallað er um gagnagrunninni í Ársriti Skógræktar ríkisins sem kemur út í júní.