Af vef Norska lífvísindaháskólans
Af vef Norska lífvísindaháskólans

Jón Geir Pétursson, líffræðingur, skógfræðingur og sérfræðingur hjá umhverfisráðuneytinu, varði á dögunum doktorsritgerð sína í umhverfis- og þróunarfræði við Norska lífvísindaháskólann. Jón Geir starfaði áður um árabil hjá Skógræktarfélagi Íslands og Rannsóknastöð skógræktar á Mógilsá.

Ritgerð Jóns Geirs er titluð Institutions and transboundary protected area management: The case of Mt. Elgon, Uganda and Kenya. Ritgerðin fjallar um viðfangsefni stofnana er varða stefnumörkun og stjórnun verndarsvæða sem ná yfir landamæri (transboundary protected area management – TBPAM), með sérstaka áherslu á hlutverk sveitarfélaga.


Mynd: Af vef Norska lífvísindaháskólans